Hjúkrunarfræðingur óskast á Heilbrigðisstofnun Suðurlands Vestmannaeyjum – sjúkradeild

Hjúkrunarfræðingur óskast til starfa nú þegar á sjúkradeild HSU í Vestmannaeyjum, um er að ræða afleysingastöðu í eitt ár. Starfshlutfall er 80 – 100 %. Skipulag vakta er í samráði við umsækjanda.

Um er að ræða fjölbreytt, krefjandi starf með skemmtilegu og metnaðarfullu starfsfólki. Mikið er lagt upp úr góðri þverfaglegri samvinnu þar sem fagmennska, umhyggja og virðing fyrir skjólstæðingum og fjölskyldu þeirra er höfð að leiðarljósi.

 

 

 

Sjá nánar í auglýsingu hér