Hjúkrunardeildin Ljósheimar 25 ára.

Hjúkrunardeildin Ljósheimar er 25 ára um þessar mundir og var haldið upp á afmælið þann 24. mars sl. Þá fengu eftirtaldar konur viðurkenningu fyrir langan og farsælan starfsaldur á deildinni:
Kristbjörg Einarsdóttir, starfsstúlka – ráðin 20.mars 1984 – hætti vegna aldurs 31.12.2007. Helga Sveinsdóttir, sjúkraliði – ráðin við Ljósheima 1.maí 1984 – ennþá í vinnu við stofnunina og starfar núna á Ljósheimum.
Hjördís Helgadóttir, starfsstúlka – ráðin 20.mars 1984 – ennþá í vinnu á Ljósheimum
Ásdís Ágústsdóttir, starfsstúlka – ráðin 20.mars 1984 – ennþá í vinnu.


 

Helga Sveinsdóttir sá um undirbúning afmælisins – en annars var undirbúningur alfarið í höndum starfsmanna Ljósheima sem buðu upp á heimabakaðar kleinur og rjómapönnukökur.


Slegið var upp harmónikkuballi og það voru þeir  Stefán Ármann Þórðarson og Þórður Þorsteinsson sem þöndu nikkurnar.  Starfsfólk og gestir dönsuðu við þá vistmenn sem gátu tekið þátt í dansinum og allir virtust skemmta sér vel.

Það má einnig geta þess að Vinafélag Ljósheima og Fossheima afhenti blómaskreytingu í tilefni dagsins.