Hjólað óháð aldri! HJÓLARANÁMSKEIÐ.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Nýverið barst hjúkrunardeildunum Foss-og Ljósheimum hjól að gjöf frá Styrktar- og gjafasjóði HSU. Hjólið er rafknúið og sérsmíðað fyrir tvo farþega ásamt hjólreiðarmanni og er hluti af alþjóðlega verkefninu Hjólað óháð aldri.

 

Verkefnið, Hjólað óháð aldri, er samfélagsverkefni þar sem sjálfboðaliðum gefst kostur á að bjóða heimilismönnum Foss- og Ljósheima í hjólatúr um bæinn.

 

 

Til þess að gerast Hjólari, þarf að sitja klukkustundar námskeið auk æfinga á hjólinu, með og án farþega.

 

Föstudaginn 19. maí kl. 13:00-14:30, verður fyrsta námskeiðið og mun Sesselja Traustadóttir verkefnastjóri Hjólað óháð aldri á Íslandi, halda námskeið sem er þátttakendum að kostnaðarlausu.

 

Allir áhugasamir Hjólarar, eru hvattir til að koma og vera með á námskeiðinu.