Hjartsláttarrafritun (Holter)

Upplýsingar til sjúklinga um hjartsláttarrafritun (Holter)
Mikilvægt er að halda áfram daglegu athöfnum meðan á mælingunni stendur.
Sjúklingar bera á sér sérstakan stafrænan mæli sem á að trufla sem minnst meðan á mælingunni stendur.Vinsamlegast færið inn allar helstu athafnir, meðan á mælingu stendur.
Mundu eftir að tímasetja hverja færslu.
Mikilvægt:
Mælirinn gerir allar sínar mælingar sjálfkrafa og þú þarft þess vegna ekkert að skipta þér af honum. Hafðu hinsvegar í huga:
Ekki breyta venjubundnum athöfnum.
Ekki opna mælinn
Ekki toga í leiðslur.
Gæta skal þess að mælirinn blotni ekki.

Forðastu tæki sem gefa frá sér bylgjur
s.s. örbylgjuofna.


Notaðu klukkuna á mælinum en ekki armbandsúr til þess að tímasetja athafnir þínar.


Ýttu á græna takkann framan á tækinu ef þú finnur fyrir einkennum og mundu eftir að færa það inn sem dagbókarfærslu.