Hjartastuðtæki gefið heilsugæslunni í Laugarási

Fulltrúar frá Lionsklúbbnum Geysi ásamt læknunum Gylfa og Pétri í Laugarási.

Föstudaginn 21. september s.l. komu menn frá Lionsklúbbnum Geysi og færðu læknum á heilsugæslustöðinni Laugarási, nýtt hjartastuðtæki að gjöf.

Gjöfin kemur til með að koma sér mjög vel, því eins og dæmin sanna skipta fyrstu mínúturnar sköpum þegar fólk fær hjartastopp og því gefur tækið mikið öryggi.

 

Lionsmönnum í Lionsklúbbnum Geysi eru færðar miklar þakkir fyrir gjöfina.