Hjálpartækjaráðgjöf

Föstudaginn 15. apríl opnar hjálpartækjamóttaka/ráðgjöf á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi.

Móttakan verður opin annan hvern föstudag kl: 8.00-10.00 og verður í húsnæði endurhæfingar í kjallara nýbyggingar.


Vinsamlegast sendið fyrirspurnir eða beiðnir um ráðgjöf á netfangið hjalpartaeki@hsu.is eða hringið í síma 480-5178/480-5189.


Að móttökunni standa sjúkra- og iðjuþjálfar stofnunarinnar.


Með góðri kveðju


Guðrún Herborg, Ragnheiður og Gunnhildur Anna