Hertar sóttvarnarreglur á HSU

Einstaklingum sem hafa greinst með COVID-19 hefur fjölgað í samfélaginu. Í ljósi þessa hafa stjórnvöld gripið til hertra aðgerða sem taka gildi f.o.m hádegi á morgun. 

Heilbrigðisstofnun Suðurlands mun því stíga tilbaka í tilslökunum til að tryggja öryggi einstaklinga og taka eftirfarandi ráðstafanir nú þegar gildi:

• Aðgangstakmörkun gesta (þ.a.m. sjúklinga) inn á starfsstöðvar HSU.
• Sjúklingar eru hvattir til þess að koma án fylgdarmanna þegar því verður við komið.
• Gestir eru vinsamlegast beðnir um að gefa sig fram við móttökustarfsmenn.
• Heimsóknartími verður takmarkaður á öllum deildum innan HSU.
• Mikilvægt er að halda tveggja metra fjarlægð á biðstofum eins og frekar er unnt og hvetja til handhreinsunar. Tveggja metra reglan er ekki lengur valkvæð heldur skylda.
• Nota skal andlitsgrímur sem hylur nef og mun þegar ekki er hægt að koma tveggja metra reglunni við.
• Vinsamlegast ekki mæta á heilsugæslu eða bráðamóttöku sé grunur um smit. Hringdu í síma 1700 eða 432 2000 og fáðu nánari leiðbeiningar.

Díana Óskarsdóttir, forstjóri