Hertar sóttvarnaraðgerðir á heilsugæslunni Selfossi

Nýjar sóttvarnaaðgerðir hafa tekið gildi og munu standa til 17. nóvember að öllu óbreyttu.  Tilkynnt verður um allar breytingar sem verða.

 

Ung- og smábarnavernd:

 • Einungis eitt foreldri má mæta með barnið í skoðanir í ung- og smábarnavernd.
 • Hjúkrunarfræðingar fara í heimavitjanir miðað við þarfir fjölskyldunnar. Ef hægt er þá verður farið í a.m.k. eina heimavitjun og hjúkrunarfræðingur er síðan í reglulegu sambandi við foreldra í gegnum síma. 
 • Barn á að koma í 6 vikna skoðun á heilsugæslustöð. Hjúkrunarfræðingur skimar fyrir þunglyndi og kvíða hjá móður í 6 vikna skoðun eða í 9 vikna skoðun með símtali. 
 • Barn fær allar bólusetningar samkvæmt tilmælum sóttvarnalæknis. Mikilvægt er að fresta ekki þeim skoðunum ef mögulegt er.
 • Símaviðtal hjúkrunarfræðings í stað skoðunar við 9 vikna aldur, 10 mánaða aldur, 2½ árs aldur, ef þarf sökum álags á stöðvunum. Æskilegt að bjóða upp á 2½ árs skoðun síðar ef hægt er. 
 • Fresta má 4 ára skoðun eitthvað, en hafa í huga að í þessari skoðun er bæði bólusetning og sjónpróf og því mikilvægt að hún falli ekki niður.
 • Símaþjónusta er í boði fyrir foreldra í sóttkví. 
 • Mikilvægt að veikt foreldri mæti ekki með barn í ung- og smábarnavernd. 

Hafa verður í huga að fyrirvaralaust geta aðstæður breyst þannig að fresta verður viðtölum og/eða vitjunum sem áttu að vera leyfileg.

 

Heimahjúkrun:

 • Vitjunum verður fækkað eins og hægt er og hringt verður í staðinn. Farið verður í vitjun með viðeigandi hlífðarbúnað ef nauðsynlegt þykir.

Ljósin:

 • Lokuð áfram

EKG og rannsóknir:

 • Frestað þar til eftir 17. nóvember