Héldu tombólu til styrktar HSu

Tvær ungar blómarósir komu færandi hendi til Estherar Óskarsdóttur, skrifstofustjóra HSu í gær þann 3.janúar. Þetta voru þær Esther Ýr Óskarsdóttir og Harpa Hlíf Guðjónsdóttir og 
afhentu þær sjúkrahúsinu peningagjöf að upphæð kr. 1.584 sem þær höfðu safnað með því að halda tombólu. Á tombólunni voru m.a. heklaðir munir eftir þær sjálfar og ýmislegt fleira.
Greinilega kjarnakonur á ferðinni og HSu þakkar þeim góða gjöf.
Eins og glöggir lesendur hafa e.t.v.áttað sig á þá er önnur stúlkan nafna skrifstofustjórans og er sonardóttir hennar – sem greinilega ber mikinn hlýhug til vinnustaðar ömmu sinnar.

Á meðfylgjandi mynd frá vi: Esther skrifstofustjóri, Harpa Hlíf og Esther Ýr.