Þingmenn Suðurkjördæmis voru á ferð um kjördæmið í síðustu viku. Á fundi með stjórn SASS fimmtudaginn 25. október greindu forráðamenn HSu þingmönnum og stjórn SASS frá stöðu mála varðandi nýbyggingu við HSu á Selfossi, rekstrarstöðu og fjárveitingum skv. frumvarpi til fjárlaga 2008.
Að þeim fundi loknum fóru fundarmenn í skoðunarferð um nýbygginguna, en stefnt er að opnun fyrsta áfanga hennar í byrjun desember nk.
Að skoðunarferð lokinni áttu þingmenn fund með stjórnendum HSu þar sem rædd voru ýmis mál varðandi uppbyggingu og rekstur stofnunarinnar.