Heimsókn ráðherra

Heilbrigðisráðherra, Óttarr Proppé, heimsótti nú í vikunni HSU á Selfossi , ásamt föruneyti úr ráðuneytinu. Saman áttum við góðan hálfs dags fund. Á fundinum var farið yfir starfsemi og rekstur HSU, fjárfestingaþörf fyrir búnað og lækningatæki og mönnun á stofnuninni.  Rætt var um gífurlega aukningu á svæðinu í tengslum við bráðamóttöku og  sjúkraflutninga. Farið var yfir málefni allra sviða, farið yfir þörf fyrir fleiri sjúkrarými og vöxt göngudeilda.Við ræddum ekki síst tækifærin til uppbyggingar til að bæta enn þjónustuna. Farið var sérstaklega yfir faglega uppbygging og tækifæri til næstu ára, s.s. varðandi teymisvinnu í heilsugæslu, samhæfða þjónustu út frá þörfum einstaklinga og fjarheilbrigðisþjónustu á Suðurlandi.

Ráðherra heimsótti starfseiningar á Selfossi og færum við honum þakkir fyrir velvilja og gagnlegan vinnudag.