Heimsókn landlæknis

Þann 1. september sl. kom Sigurður Guðmundsson, landlæknir ásamt Sigríði Haraldsdóttir, framkvæmdastjóra heilbrigðistölfræðisviðs og Önnu Björgu Aradóttir, yfirhjúkrunarfræðingi embættisins í heimsókn á HSu. Erindið var m.a. að kynna stjórnendum niðurstöður viðhorfskönnunar sem gerð var á vegum landlæknisembættisins í febrúar sl. á 16 heilbrigðisstofnunum. Könnunin var tvíþætt, þ.e.a.s. viðhorfskönnun meðal starfsfólks og þjónustukannanir á heilsugæslustöðvum, sjúkrahúsum og öldrunarstofnunum. Stjórnendur HSu munu svo fljótlega kynna niðurstöðurnar fyrir starfsfólki stofnunarinnar.  Sjá meira.