Heimsókn heilbrigðisráðherra Færeyja á HSU

Heimsókn Heilbrigðisráðherra Færeyinga á HSU

Heimsókn Heilbrigðisráðherra Færeyinga á HSU

Heilbrigðisráðherra Færeyinga, Sirið Stenberg, kom í dag í heimsókn ásamt föruneyti á Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Ráðherrann er í samvinnu við Svein Magnússon hjá Velferðarráðuneytinu varðandi verkefni er lúta að skipulagi heilbrigðismála í Færeyjum.

Tilgangurinn með heimsókninni nú til HSU var að funda með framkvæmdastjórn og ræða um ávinning að sameiningu heilbrigðisstofnanna og skipulag heilbrigðisþjónustu á Suðurlandi.  Einnig var rætt um fyrirkomulag þess að reka saman hjá einni stofnun almenna sjúkrahúsþjónustu og heilsugæslu. Gestir okkar áttu einnig samtal við starfsmenn á heilsugæslu og deildum stofnunarinnar á Selfossi og lýstu yfir ánægju sinni með heimsóknina. Við þökkum Færeyingunum kærlega fyrir komuna og hlökkum til áframhaldandi samvinnu með þeim.