Heimsókn heilbrigðisráðherra á Sogn

Nýlega heimsótti  Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðisráðherra Réttargeðdeildina á Sogni. Með ráðherra í för voru einnig Sveinn Magnússon, skrifstofustjóri og Leifur Benediktsson, deildarstjóri í ráðuneytinu.Stjórnendur á Sogni og framkvæmdastjórn HSu tóku á móti gestunum og sýndi þeim húsnæðið og einnig var greint frá starfseminni í leiðinni.
Að skoðun lokinni var haldið í matsalinn, þar sem morgunmatur var fram borin m.a. hafragrautur og slátur.
Heilbrigðisráðherra greindi frá væntanlegri byggingu og stækkun á Sogni og mun deildin þá hafa rými fyrir 20 vistmenn.
Þá fór hún yfir tímasetningu hönnunarinnar, en gert er ráð fyrir að þeirri vinnu ljúki í lok næsta árs og áætlaður kostnaður um 6-700 milljónir, en verktími 2-3 ár.
Þá var farið yfir stöðuna á Sogni og þá staðreynd, að þótt stofnuninni sé einungis ætlað að vista 7 einstaklinga eru 8-9 vistmenn viðvarandi í innlögn á stofnuninni, auk þess sem eftirfylgni er mikil hjá þeim einstaklingum sem útskrifast frá stofnuninni en ekki er gert ráð fyrir kostnaði við eftirfylgni, þó í lögunum sé gert ráð fyrir slíkri þjónustu.

Í lok fundarins var síðan farið yfir sameiningarmál HSu, rekstrarstöðuna og byggingamálin.