Heimsókn frá Svíþjóð

Starfsmenn heilsugæslustöðvarinnar í Södertelje í Stokkhólmi heimsóttu HSu á Selfossi þann 15. okt. sl.Hópurinn var staddur hér á landi í kynnisferð m.a. til að kynna sér starfsemi heilsugæslunnar á landsbyggðinni. Um var að ræða lækna, hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða, læknaritara, móttökuritara, félagsráðgjafa, ljósmæður og sálfræðinga, alls tæplega 50 manns. Óskar Reykdalsson, lækningaforstjóri tók á móti hópnum og fræddi hann um starfsemi HSu. Rædd voru málefni heilsugæslunnar á Norðurlöndunum, hvað er líkt og hvað ólíkt. Að lokinni kynningu voru gestirnir leiddir um húsnæði HSu á Selfossi undir leiðsögn heilsugæslulæknanna Arnars Þórs Guðmundssonar og Jórunnar V. Valgarðsdóttur.