Heimsókn frá heilbrigðisráðuneytinu

Heilbrigðisráðherra Jón Kristjánsson heimsótti HSu Selfossi laugardaginn 15. okt. sl. ásamt fríðu föruneyti.Með honum í för voru starfsmenn ráðuneytisins ásamt mökum, í sinni árlegu haustferð. Magnús Skúlason, framkvæmdastjóri tók á móti gestunum, sagði frá starfseminni og síðan voru húsakynnin skoðuð. Að lokinni heimsókninni héldu gestirnir áfram förinni sem var heitið að Sólheimum, í Skálholt og á Stokkseyri.