Heimsókn frá Embætti Landlæknis

Heimsókn frá Embætti landlæknis1Í dag komu fulltrúar frá Embætti landlæknis til fundar við framkvæmdastjórn HSU. Gestir okkar voru þau Birgir Jakobsson, landlæknir, Anna Björg Aradóttir, sviðsstjóri eftirlits og frávika og Leifur Bárðarson, sviðsstjóri eftirlits og gæða hjá Embætti landlæknis.

Tilgangur fundarins var að kynna nýja heilbrigðisstofnun, hlutverk hennar og umfang starfseminnar.  Miklar og góðar umræður sköpuðust um framtíðarsýn við veitingu heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni og þau sóknarfæri sem fólgin eru í því að bæta enn frekar þjónustuna út frá þörfum sjúklinga og íbúa á Suðurlandi.  Ljóst er að vaxandi þörf er fyrir sérhæfða þjónustu í heilbrigðisumdæmi Suðurlands. Rætt var um ýmis samvinnuverkefni og aukna þörf fyrir að finna leiðir til að færa ákveðna þjónustu í heimbyggð t.d. með hagnýtingu fjarheilbrigðisþjónustu.

Gestir okkar frá Embætti landlæknis hittu stjórnendur á heilsugælu, bráðamóttöku, göngudeild og í sjúkraflutningum sem gáfu glögga mynd af krefjandi og aðkallandi verkefnum sem sinnt er hjá HSU. Niðurstaða fundarins var að þörf er á samráði um framtíðarskipulag og uppbyggingu heilbrigðisþjónustu og er nú unnið að þeim málum.

 

Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri.