Heimsókn frá Bretlandi

Sharon Rowe, ljósmæðranemi frá Háskólasjúkrahúsi í London heimsótti fæðingadeild HSu nýlega.Hún er að ljúka námi og námskeiði þar sem markmiðið er að kynnast ljósmæðraþjónustu í öðru landi og leita svara við ákveðnum spurningum. Hennar verkefni er m. a. að athuga hvernig staðið er að því að styðja við eðlilega fæðingu hér á landi, skoða starfsumhverfi og ræða við starfsfólk á fæðingadeildum. Á sjúkrahúsinu þar sem Sharon er í námi eru um 4000 fæðingar á ári. Svanborg Egilsdóttir, yfirljósmóðir tók á móti Sharon og sýndi henni fæðingadeildina og fræddi hana um starfsemina.