Heimsókn formanns Samfylkingarinnar

12. september 2016

Frá hægri: Anna María Snorradóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar, Herdís Gunnarsdóttir forstjóri HSU, Cecilie B H Björgvinsdóttir mannauðsstjóri HSU, Björgvin G. Sigurðsson, ritstjóri Suðra og Oddný G. Harðardóttir formaður Samfylkingarinnar.

F.h.: Anna María Snorradóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar HSU, Herdís Gunnarsdóttir forstjóri HSU, Cecilie B H Björgvinsdóttir mannauðsstjóri HSU, Björgvin G. Sigurðsson, ritstjóri Suðra og Oddný G. Harðardóttir formaður Samfylkingarinnar.

Oddný G. Harðardóttir formaður Samfylkingarinnar kom í heimsókn á HSU í dag ásamt Björgvini G. Sigurðssyni, ritstjóra Suðra og Evu Bjarnadóttur, aðstoðarmanns formanns, á ferð þeirra um Suðurland.  Þau áttu fund með forstjóra HSU, mannauðsstjóra og framkvæmdastjóra hjúkrunar.  Farið var yfir starfsemi HSU og áskoranir í rekstri frá sameiningu og hagræðingaraðgerðir síðustu misseri. Farið var yfir fjármögnun stofnunarinnar sem nú er um 8% undir því sem hún var á núvirði fyrir hrun, þrátt fyrir mjög ört vaxandi verkefni í heilbrigðis- og utanspítalaþjónustu á Suðurlandi. Umræður fóru fram um fjármögnunarleiðir heilbrigðisþjónustu og nauðsyn þess að fjármagn fylgi afköstum, fjölda verkefna, meðferð sjúklinga og gæðavísum. Forstjóri HSU ræddi jafnframt um fagleg tækfæri sem eru framundan í uppbyggingu nýjunga í heilbrigðisþjónustu til Sunnlendinga og nýjar leiðir í útfærslu á hagkvæmri og öruggri grunn heilbrigðisþjónustu. Að fundi loknum skoðuðu gestir okkar bráðamóttöku og göngudeild blóðskilunar á Selfossi og ræddu þar við hjúkrunarfræðinga að störfum og sjúklinga.

 

Herdís Gunnardóttir, forstjóri HSU.