Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna

Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun gilda frá árinu 2016 – 2030. Markmiðin eru 17 talsins með 169 undirmarkmið sem mynda jafnvægi á milli þriggja stoða sjálfbærrar þróunar; efnahagslegrar, félagslegrar og umhverfislegrar auk þess að fela í sér meginþemun; mannkynið, jörð, hagsæld, friður og samstarf. Aðalsmerki markmiðanna er jafnframt að engir einstaklingar eða hópar verði skildir eftir.  

 

Heimsmarkmiðin eru margþætt og metnaðarfull og krefjast vinnu stjórnvalda auk þátttöku og samstarfs ólíkra hagsmunaaðila. HSU vill með því að leggja megin áherslu á fimm af heimsmarkmiðunum, vinna markvisst að því að taka þátt og leggja sitt af mörkum í þessari mikilvægu vinnu. Á meðfylgjandi mynd má sjá þau heimsmarkmið sem HSU hefur ákveðið að leggja sérstaka áherslu á í sinni starfsemi.