HEIMSFARALDUR INFLÚENSU

 

Faraldur H1N1 Inflúensunnar er núna í rénum. Sóttvarnalæknir hefur sagt frá því ítrekað að um hlé er að ræða og þessi flensa muni stinga sér niður aftur. Til að koma í veg fyrir að flensan nái sér aftur á strik er aðeins eitt gott ráð og það er að bólusetja sig. Þá hefur sóttvarnarlænkir sagt að flensan muni ná öllum, þ.e. þeim sem ekki hafa bólusett sig.
Sem betur fer eru einkenni oftast saklaus og ekki áhyggjuefni en alls ekki alltaf eins og sagan segir okkur. Þeir sem ekki hafa fengið H1N1 flensuna staðfesta með blóðprufu ættu því að panta sér tíma í bólusetningu núan. Bólusetning ver gegn hugsanlega stökkbreyttri veiru. Einnig er vert að minna á að aukaverkanir bólusetningar eru ekki meiri en venjulegrar bólusetningar og auðveldast er að skynja áhættuna með að bera saman þá tugi sem hafa verið á gjörgæsludeildum LSH og hálflamað heilbrigðiskerfið við þau vægu einkenni sem teljast aukaverkanir ss roði og slappleiki í einn dag. Með bóluefninu er vel fylgst út um allan heim og ekki verið staðfest í rannsóknum neitt alvarlegt. Hins vegar eru margir látnir úr flensunni.
Allir í bólusetningu.

 

Óskar Reykdalsson

Sóttvarnarlæknir í Suðurumdæmi

Framkvæmdastjóri Lækninga við HSu.