Heimsfaraldur inflúensu yfirvofandi.

Fyrir fjórum vikum greindist í Mexíkó nýr stofn inflúensu. Síðan þá hefur þessi veira dreyfst manna í milli og hefur nú greinst í 44 löndum og yfir 12 þúsund tilfelli staðfest. Þar sem um er að ræða nýja stofn er ljóst að enginn hefur mótefni og því geta allir veikst. Einn einstaklingur hefur greinst á Íslandi með þessa tegund inflúensu.


 

Landinu er skipt í sóttvarnarumdæmi og fylgja þau umdæmi umdæmum lögreglustjóra og eru skilgreint í nýum sóttvarnarlögum. Búið er á landsvísu að gera áhættumat og viðbragðsáætlun er tilbúin. Undirritaður er sóttvarnarlæknis Suðurumdæmis en það nær frá Ölfusi og austur að Kirkjubæjarklaustri að báðum stöðum meðtöldum. Á þessu svæði búa um 20 000 íbúar. Umdæminu er skipt upp í tvö svæði og sinnir Þórir Kolbeinsson svæði austan Þjórsár en undirritaður svæði vestan Þjósár. Búið er að gera nákvæma viðbragðaáætlun fyrir suðurland. Þar er tiltekið nákvæmlga áhættumat,þ.e. hve margir er taldir munu veikjast, hve margir þurfa lyf og hve margir munu þurfa á sjúkrahúsvist á hverri viku faraldurs. Reiknað er með að ef faraldur kemur mun hann ganga yfir á 12 vikum. Þá er til nákvæm áætlun um hvernig búnaði og lyfjum verði dreyft um svæðið ef til kemur. Þessi áætlun er í stöðugri vinnslu og í samvinnu við sýslumenn á í umdæminu.


Inflúensuveirur eru aðallega af 2 gerðum. Annars vegar er um að ræða veiru sem getur bæði smitað menn og dýr og er þá af A gerð en hins vegar er um að ræða veiru sem eingöngu getur smitað menn og er þá af B gerð. Inflúensuveira af A gerð hefur utan á sér mótefnavaka af ýmsum gerðum. Þeir vekja okkar mótefnakerfi til vinnu og þegar okkar líkami hefur sett í gang einu sinni er hann tilbúnari næst. Aðalgerð mótefnavaka eru af svokölluðum H og N gerðum og þannig skýrist nafnið A(H1N1). Fæstir einstaklingar hafa sýkst af sambærilegri inflúensu og því nokkuð ljóst að mjög margir geta veikst eða allt að 50% þjóðarinnar. Þó er nokkuð ljóst 30% þeirra sem eru yfir 60 ára gamlir hafa mótefni gegn veirunni og standi því betur að vígi en aðrir.


Í dag er staðan þannig að ef læknir sér sjúkling með einkenni inflúensu , þá tekur hann sýni og ráðleggur þeim einstaklingi að halda sig heima þar til ljóst er hvort um sé að ræða þessa gerð inflúensu. Engar aðrar ráðstafanir eru núna settar í gang. Aðallega vegna þess að flensan er ekki talin alvarleg og en sem komið er mildari en venjuleg árleg inflúensa. Unnið er að því að hægja sem mest á útbreyðslu sjúkdómsins til að bóluefni geti verið til og við náð að bólusetja. Þá verður lítið úr faraldrinum.


Helstu einkenni inflúensunnar eru hár hiti, vöðva og beinverkir, höfuðverkur og kvef. Allt að 38% fá meltagarfæraeinkenni (uppköst og niðurgangur) og er það sérstakt fyrir þessa nýju veiru.Af þeim sem hafa veikst hafa um 5% þurft á spítala. Og þá er það frekar þeir sem eru veikir fyrir ss. meðganga, lungnasjúkdómar, sykursýki, ónæmisbæling og ýmsir aðrir sjúkdómar.


Óskar Reykdalsson, Sóttvarnarlæknirí Suðurumdæmi


Framkvæmdastjóri lækninga Hsu.