Heilsuvernd aldraðra

 


Heilsueflandi heimsóknir til eldri borgara svæðisins eru byrjaðar.  Nú þegar hefur öllum 80 ára og eldri verið boðið upp á heimsókn hjúkrunarfræðings frá heilsugæslustöðinni á Selfossi. 
Í heilsueflandi heimsókn fer fram fræðsla ásamt því að ýmsum upplýsingum er safnað.
Lagt er mat á heilbrigði einstaklingsins bæði andlegt og líkamlegt, ef kemur í ljós að frekari rannsókna er þörf er skjólstæðingi vísað til heimilislæknis.  Með þessu er hægt að kortleggja upptökusvæði heilsugæslustöðva og gera sér grein fyrir þjónustuþörfinni ásamt því  að kynna þjónustumöguleika  stövarinnar og veita hinum aldraða tengingu þar inn