Heilsunámskeið fyrir foreldra ungra barna

 heilsunámskeiðÍ mars mun heilsugæslan á Selfossi standa fyrir námskeiði sem nefnist Heilsunámskeið fyrir foreldra ungra barna. Námskeiðið er fyrir foreldra sem vilja breyta lífstíl fjölskyldunnar til betri vegar. Hvert námskeið samanstendur af fjölskylduviðtölum og 6 tíma hópa námskeiði. Skólahjúkrunarfræðingar stöðvarinnar, Hugrún Jóna, Jóhanna, Bjarnheiður og Jónína Lóa munu sjá um að vísa foreldrum á námskeiðið og sjá um eftirfylgni. Bjarnheiður mun svo sjá um fræðslufyrirlestra.

 

Höfundar námskeiðsins eru Dr. Þrúður Gunnarsdóttir sálfræðingur, Dr Anna Sigríður Ólafsdóttir næringarfræðingur og fagfólk heilsugæslunnar. Á námskeiðinu er fjallað um venjur, siði og reglur sem styðja við heilbrigðan lífstíl. Einnig er næringarfræðsla og fræðsla um hreyfingu í öllum tímum með mismunandi áherslum. Foreldrar fá heimaverkefni og eiga að setja sér markmið. Í lok námskeiðs er skoðað hvort markmið hafa náðst.

 

Skólahjúkrunarfræðingar hér á svæðinu hafa tekið eftir úrræðaleysi hvað varðar börn í ofþyngd og offitu og er námskeiðið liður í að bæta úr því. Vonir standa til að námskeiðið geta orðið reglulega ef áhugi er fyrir hendi. Námskeiðið kostar 9000 kr fyrir hverja fjölskyldu og er í samræmi við gjaldskrá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.

 

 

F.h heilsugæslunnar á Selfossi

Bjarnheiður Böðvarsdóttir

Hjúkrunarfræðingur