Heilsugæsluþjónusta á Eyrarbakka og Stokkseyri

Á undanförnum árum hefur aðsókn í heilsugæsluselin á Eyrarbakka og Stokkseyri dregist verulega saman. Bæði selin eru opin tvo hálfa daga í viku, en hafa verið lokuð í júní til ágúst á hverju ári. Þrátt fyrir að þessi heilsugæslusel séu opin þá hefur aðsókn í þau verið mjög dræm. Íbúar þessara byggðarlaga sækja heilsugæsluþjónustu fyrst og fremst til heilsguæslustöðvarinnar á Selfossi.

Með hliðsjón af framangreindu og því að nú er boðið upp á almenningssamgöngur á milli þessara byggðarlaga þá hefur framkvæmdastjórn HSu samþykkt að frá og með 1. janúar n.k. verði heilsugæsluseljunum á Eyrarbakka og Stokkseyri lokað. Tímabókanir verða eins og verið hefur á heilsugæslustöðinni á Selfossi og nauðsynleg þjónusta veitt þar.


Heilbrigðisstofnun Suðurlands.