Heilsugæslustöð HSU í Vík færð gjöf

Nýlega færðu eigendur fyrirtækisins Ögmundar Ólafssonar ehf, heilsugæslustöðinni í Vík veglega gjöf.  Um er að ræða ABPM 7100, 24 klukkustunda blóðþrýstingsmæli. Í gjafabréfi sem fylgdi mælinum segir: “Gjöfin er gefin til minningar um Ögmund Ólafsson með kæru þakklæti fyrir hlýhug og einstaka umönnun í veikindum hans“.

Eiginkonu Ögmundar og fjölskyldu eru færðar bestu þakkir fyrir höfðinglega gjöf, sem gerir starfsfólki heilsugæslustöðvarinnar kost á aukinni þjónustu í heimabyggð.