Starfsfólk heilbrigðisstofnunar Suðurlands hvetur fólk sem býr á svæðinu sem mestu náttúruhamfarirnar eru og þar sem öskufall er mest, að vera óhrætt við að leita á sínar stöðvar og hafa samband við starfsfólk heilsugæslustöðvanna. Hjúkrunarfólk og læknar eru til taks allan sólarhringinn. Á stöðvunum er einnig hægt að nálgast grímur og gleraugu til að verjast öskunni.