Sykursýkismóttaka

Móttakan er opin tvisvar sinnum  í viku, þriðjudaga og föstudaga, kl 13:00 –  16.00.

Tímapantanir eru alla virka daga í síma 480-5100  frá kl 08:00 – 16:00.

Markmið sykursýkismóttökunnar er að stuðla að auknum lífsgæðum sykursjúkra og koma í veg fyrir alvarlega fylgikvilla. Það er gert með reglulegu eftirliti, fræðslu og meðferð. Hugmyndafræði sjálfseflingar leggur áherslu á að markmið kennslu og meðferðar sé að hvetja til upplýstrar ákvarðanatöku, þar sem fólk með sykursýki og fjölskyldur þeirra bera ábyrgð á og stjórna meðferð sinni í samvinnu við fagfólk og beri sjálft meginþungann af daglegri umönnun. Fræðsla til sykursjúkra hefur reynst vera árangursrík til að bæta sjálfsumönnun, blóðsykurstjórn og vellíðan. Markmiðið er að halda utan um þennan hóp og skima fyrir þeim sem eru í mestri hættu á fylgikvillum svo að fólk með sykursýki geti annast vel um sig og sjúkdóm sinn. Reglulegt eftirlit er mikilvægt þar sem sjúkdómurinn breytist oft með tímanum og áherslur í meðferð þar með.