Reykleysismóttaka

Reykleysismóttakan er opin öllum þeim sem vilja fá aðstoð og stuðning við að hætta að reykja. Móttakan er alla fimmtudaga kl. 08-10 á heilsugæslustöðinni á Selfossi. Meðferðin er byggð upp sem einstaklingsmeðferð og samanstendur af viðtölum og símaeftirfylgd. Byrjað er á viðtali við hjúkrunarfræðing þar sem veitt er fræðsla og stuðningur. Einstaklingur fær aðstoð og leiðbeiningu við að ákveða hvaða leið hentar best til þess að hætta að reykja. Veittur er stuðningur á meðan á ferlinu stendur í formi símtala og/eða viðtala eftir því hvað hentar hverju sinni.

 

Einstaklingar sem vilja komast í meðferð geta fengið tilvísun frá sínum heimilislækni eða haft samband beint við Jóhönnu Valgeirsdóttur hjúkrunarfræðing í síma 480-5100,eða senda tölvupóst á netfangið johanna@hsu.is