Bólusetning gegn árlegri inflúensu

 

Bólusetning gegn árlegri inflúensu 2016

 

Besta vörnin gegn inflúensu er að láta bólusetja sig, en hún gefur 60 – 90 % vörn hjá einstaklingum yngri en 65 ára. Hjá öldruðum er vörnin aðeins minni. Bólusetningin dregur einnig úr alvarlegum fylgikvillum sýkingarinnar.

Sóttvarnalæknir mælir með árlegri bólusetningu áhættuhópa sem eru meðal annars eftirfarandi:

–        Allir einstaklingar eldri en 60 ára

–        Allir einstaklingar undir 60 ára sem þjást af langvinnum hjarta-          
lungna-, nýrna- og  lifrarsjúkdómum, illkynja sjúkdómum og öðrumónæmisbælandi sjúkdómum. 

–        Barnshafandi konur

–        Heilbrigðisstarfsmenn sem annast einstaklinga í áhættuhópum sem taldir eru upp hér að ofan.
Ákveðið hefur verið að þessir hópar fái bóluefnið sér að kostnaðarlausu en þeir þurfa að greiða komugjald á heilsugæslustöð. Á Selfossi þurfa þeir einstaklingar sem eru undir 60 ára aldri og telja sig tilheyra hópi skjólstæðinga með langvinna sjúkdóma að panta tíma hjá lækni til að fá bóluefnið frítt ! 

 

 

         Einnig viljum við minna á bólusetningu gegn lungnabógu, einstaklingar sem eru bólusettir eru varðir í 10 ár nema þeir séu með alvarlega undirliggjandi sjúkdóma þá eru þeir varðir í 5 ár.

 

         Boðið er upp á bólusetningar í fyrirtækjum

 

Gjaldskrá bólusetninga