Nýverið færðu eigendur Hótels Dyrhólaeyjar, hjónin Margrét Ebba Harðardóttir og Steinþór Vigfússon, heilsugæslustöðinni í Vík góðar gjafir. Um er að ræða fjölnota stól sem nýttur er til ýmiskonar blóð- og sýnatöku og einnig til lyfjagjafa og að auki færðu þau heilsugsæslunni aðgerðarljós á skiptistofu og færanlegan lampa á fæti. Þetta er einstaklega höfðingleg gjöf sem eflir heilsugæsluna í héraði og nýtist afar vel í daglegri starfsemi hennar. Eru þeim heiðurshjónum færðar hugheilar þakkir fyrir.