Heilsugæslan á Hvolsvelli opnar 16. nóvember

heilsug.HvolsvelliSumarlokun var framlengd á starfstöð heilsugæslustöðvar HSU í Rangárþingi á Hvolsvelli vegna fyrirhugaðra framkvæmda.  Síðar kom í ljós að tafir urðu á framkvæmdum og var um tíma óvíst hvenær hentugt væri að opna aftur.  Nú er komið í ljós að ekki verður af endurbótum á húsnæði á Hvolsvelli fyrr en á næsta ári og því verður opnað þar aftur n.k. mánudag.

 

Móttaka heilsugæslulæknis og hjúkrunarfræðings á heilsugæslu á Hvolsvelli verður opin virka daga frá kl. 8-16 á mánudögum, miðvikudögum og fimmtudögum.  Þjónusta heimahjúkrunar, móttaka sérfræðinga, mæðravernd og ungbarnavernd fyrir Rangárþing verður áfram á heilsugæslustöð HSU á Hellu og þar er opið fyrir alla almenna heilsugæsluþjónustu alla virka daga frá kl. 8-16.

 

Tilgangur með breytingu á opnunartíma er að bæta enn frekar þjónustu við íbúa Rangárþings með því að nýta enn betur þann mannafla og fagmenn sem veita heilbrigðisþjónustu hjá HSU í Rangárþingi.  Með þessari breytingu er hægt að bjóða upp á betri og meiri þjónustu, s.s. í heimahjúkrun og fjölda annarra verkefna sem heilbrigðisstarfsmenn sinna. Áfram verður sama framboð á fjölda tíma hjá heilsugæslulæknum. Framboð á tímum heilsugæslulækna í Rangárþingi er með því besta sem þekkist á landinu og í 80% tilfella er hægt að fá tíma samdægurs eða næsta dag hjá heilsugæslulækni. Viðtöl eru veitt samdægurs hjá hjúkrunarfræðing.

 

Fyrir hönd framkvæmdastjórnar,

Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri HSU.