Líkamsþyngdarstuðull
BMI-kvarði er notaður til að meta heilsufarsáhættu út frá hlutfalli hæðar og þyngdar (kg/m2). Til þess þarf að mæla bæði hæð og þyngd.
Kjörþyngd miðast við BMI 18.5-25, yfirþyngd 25-30, offita 30-40 og mikil offita yfir 40.
Offita er verulegur áhættuþáttur margra sjúkdóma, s.s. hjarta- og æðasjúkdóma, fullorðinssykursýki, ýmissa krabbameina, heilablóðfalls, gallblöðrusjúkdóma, stoðkerfissjúkdóma og svefntruflana.
Frekari upplýsingar um offitu má finna í bæklingi Hjartaverndar (http://www.hjarta.is/Uploads/document/Baeklingar/Offita.pdf)