Blóðsykur

 

 

Blóðsykur

 

 

Glúkósi er mikilvægasti orkugjafi líkamans, sérstaklega fyrir heilann. Hormón halda þéttni glúkósa í blóði innan þröngra marka og eru áhrif insúlíns mikilvægust.

 

Sykurmagn í blóði er mismikið m.a. eftir því hve langt er liðið frá síðustu máltíð en viðmiðunargildi  fastandi blóðsykurs er < 6.1 mmol/l. Ef fastandi blóðsykur mælist yfir 7 mmól/l er viðkomandi með sykursýki. Ef fastandi blóðsykur er milli 6,1 og 6,9 er aukin áhætta á sykursýki. Ef nákominn ættingi er með eða hafði tegund tvö sykursýki eykst einnig hætta á sykursýki. Ef blóðsykurhækkun er langvarandi, getur hún m.a. valdið skemmdum á æðum og taugum t.d. í nýrum, hjarta og augum.

 

Frekari upplýsingar um sykursýki má finna á vef Samtaka sykursjúkra http://www.diabetes.is/