Heilsufarsmælingar
Heilsufarsmælingar eru 15 mínútna einstaklingsviðtöl hjá hjúkrunarfræðingi . Mælingarnar verða skráðar í heilsufarsmælingabók sem afhent verður í viðtalinu.
Ef óskað er, verða mælingar einnig skráðar í sjúkraskrá þína.
Heilsufarsmælingarnar fara fram á Selfossi dagana 13. – 17. janúar og í Laugarási og á Hvolsvelli vikuna eftir. Hjúkrunarfræðingar í Vík og á Kirkjubæjarklaustri annast heilsufarsmælingar starfsmanna þar. Öllum starfsmönnum er frjálst að bóka heilsufarsmælingu á Selfossi, óski þeir þess heldur.
Bókanir í heilsufarsmælingu eru þegar hafnar hjá móttökuriturum á Selfossi (s. 480 5100). Þeir starfsmenn sem hafa aðgang að Sögukerfinu geta sjálfir bókað sig í heilsufarsmælingu.