Heilsuefling HSU

Heilsueflingarkarl HSu

Heilsuefling Heilbrigðisstofnunar Suðurlands

 

 

Heilsuvikan hefur farið vel af stað, rífandi þátttaka í heilsufarsmælingum og glimrandi mæting á fyrirlestrana – enn er hægt að komast í heilsufarsmælingu, bókið bara tíma í Sögu eða hjá riturum í sím 480 5100.

 

 

Í byrjun árs 2014, mun Heilbrigðisstofnun Suðurlands standa fyrir heilsueflingu fyrir starfsfólk sitt og hlúa þannig að starfskröftum þeirra og ánægju með þeim tilkostnaði sem stofnuninni er mögulegt. Boðið verður upp á heilsufarsmælingar, fyrirlestra, námskeið og hvatt til hverskonar hreyfingar. Í febrúar mun HSu svo taka virkan þátt í Lífshlaupinu.

 

Heilsuefling HSu  er til orðin að áeggjan og í samvinnu við Starfsmannafélag HSu.

 

 

Ábyrgðarmaður heilsueflingarinnar er Guðlaug Einarsdóttir s. 774 6915, gudlaugeinars@hsu.is

 

 

Heilsufarsmælingar

Fyrirlestrar

Námskeið og hvatning til hreyfingar

Lífshlaupið