Heilsueflandi heimsóknir til aldraðra

Á vegum Heilsugæslustöðvar Selfoss eru að hefja heilsueflandi heimsóknir til aldraðra.
Í þessu felst að íbúum 80 ára og eldri sem ekki njóta heimahjúkrunar er boðið upp á heimsókn hjúkrunarfræðings.  Í heimsókninni verður rætt um heilsufar og heilbrigði, vellíðan, öryggi,lífsgæði, samvistir við aðra, tómstundir, o.fl.

Tilgangur heilsueflandi heimsókna er:


– að viðhalda heilbrigði og sjálfstæði sem lengst
– að stuðla að sjálfstæði og auka öryggiskennd
– að veita ráðgjöf og upplýsingar um þá þjónustu sem er í  boði


Framkvæmd heimsóknarinnar:


Hjúkrunarfræðingar munum skrá hjá sér upplýsingar meðan á heimsókninni stendur og þær verða meðhöndlaðar sem trúnaðarmál.  Fullrar þagmælsku er gætt. Þegar íbúar hafa fengið boð um slíka heimsók munu hjúkrunarfræðingar hafa samband við viðkomandi að viku liðinni og finna tíma sem hentar fyrir heimsóknina. Að sjálfsögðu er heimilt að afþakka þessa heimsókn.