Heilsa kvenna

Laugardaginn 11. júní í tilefni að kvennadeginum og kvennahlaupi ÍSÍ ætla hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar á heilsugæslustöð Selfoss, í samvinnu við lækni, að bjóða konum á Suðurlandi að koma á stöðina og láta mæla blóðþrýsting, blóðsykur, blóðfitu og beinþéttni.

Stöðin verður opin á milli 10:00 og 12:00 og eru allar konur hvattar til að nýta sér þetta tækifæri.
Mælingar verða í boði heilsugæslunnar, Lyru sf. og
Suðurlandsdeildar Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.
Starfskonur heilsugæslunnar gefa vinnu sína í tilefni dagsins.