Heilsa kvenna á Suðurlandi

Þann 11. júní sl. buðu starfskonur í heilsugæslustöð Selfoss konum á Suðurlandi í blóðþrýstings-, blóðsykur-, blóðfitu- og beinþéttnimælingu. Alls nýttu 50 konur sér þetta tækifæri og af þeim var 35 konum vísað áfram til læknis. Það má því með sanni segja að framtakið hafi skilað árangri.

Öll vinnan var unnin í sjálfboðavinnu og að frumkvæði hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða sem í stöðinni vinna. Einnig gaf eini kvenlæknirinn í stöðinni vinnu sína.