Heilbrigðisþjónusta vegna eldgoss í Grímsvötnum

Viðbragðsstjórn Heilbrigðisstofnunar Suðurlands (HSu)  hefur í morgun verið í sambandi við stjórnendur heilsugæslustöðvanna á Kirkjubæjarklaustri, Vík og Rangárþingi. Læknar og hjúkrunarfræðingar eru á öllum stöðvunum til að sinna nauðsynlegri þjónustu í samstarfi við almannavarnir ofl.  

Stjórnendur HSu eru í góðu sambandi við heilbrigðisstarfsfólk á svæðinu og þá sem stjórna almannavarnarmálum. Reynt er að fylgjast eins vel með heilsufarsástandi og kostur er og veita nauðsynlega þjónustu. Fleiri heilbrigðsstarfsmenn verða fengnir til starfa eftir því sem á þarf að halda. HSu  og heilbrigðisyfirvöld munu veita alla nauðsynlega aðstoð eftir því sem þörf verður á.

Sem stendur virðast mál, sem snúa að heilbrigðisþjónustunni vegna eldgossins, vera í góðum farvegi.

Hægt verður að nálgast hlífðargleraugu og andlitsgrímur  á heilsugæslustöðvum Hsu og víðar. Það verður tilkynnt nánar eftir þörfum.