Heilbrigðisþing 10. nóvember 2022

Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að halda heilbrigðisþing 10. nóvember næstkomandi. Þingið verður helgað lýðheilsu með sérstakri áherslu á leiðir til að efla heilsulæsi almennings.

Dagskrá þingsins er í mótun og verður kynnt þegar nær dregur en þingið mun standa frá kl. 9 til 16 á hótel Hilton Nordica. Þingið er öllum opið meðan húsrúm leyfir og þátttakendum að kostnaðarlausu, einnig verður streymt úr sal. Opnað verður á fyrir skráningu þátttakenda í næsta mánuði.

 

Eins og fram kemur í tilkynningu á vef ráðuneytisins frá 30. júní sl. hefur heilbrigðisráðherra skipað verkefnahóp sem hefur það hlutverk að vinna að mótun aðgerðaáætlunar með lýðheilsustefnu. Vinna verkefnahópsins skal falla að drögum að aðgerðaáætlun sem ráðuneytið hefur unnið og vera í samræmi við lýðheilsustefnu stjórnvalda. Áætlað er að leggja drögin fram til samráðs fyrir lýðheilsuþing í nóvember 2022.