Heilbrigðisstofnun Suðurlands tekur við rekstri Hraunbúða í Vestmannaeyjum

Það er mjög ánægjulegt að geta greina frá því að Heilbrigðisstofnun Suðurlands hefur nú tekið við rekstri Hraunbúða. Með tilkomu Hraunbúða stækkar þjónustusvið HSU í Vestmannaeyjum og við fögnum því að fá starfsfólk Hraunbúða í okkar raðir. Það er sönn ánægja að fá tækifæri til að vinna með þessum öfluga hópi og á sama tíma sjáum við fram á skemmtilega tíma með íbúum Hraunbúða.

 

Framkvæmdastjórn HSU hefur sett sér það markmið að halda áfram því góða starfi sem unnið er á Hraunbúðum. Við sjáum tækifæri í rekstrinum með samlegðaráhrifum og samvinnu stórrar einingar og erum við bjartsýn á að það eigi eftir að styrkja þjónustuna á heimilinu.

 

Díana Óskarsdóttir, forstjóri HSU