Heilbrigðisráðherra í heimsókn

Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðisráðherra var á yfirreið um Suðurkjördæmi sl. miðvikudag. Ráðherrann kom þá m.a. á Heilsugæslustöðvarnar á Kirkjubæjarklaustri, Vík og á Hvolsvelli. Auk þess heimsótti hún hjúkrunar- og dvalarheimili á Klaustri og á Hvolsvelli. Meðfylgjandi myndir voru teknar við þetta tækifæri. Með ráðherra í för var Sveinn Magnússon, skrifstofustjóri í ráðuneytinu.