Heilbrigðisráðherra heimsækir HSU Kirkjubæjarklaustri

Heilbrigðisráðherra kom nýverið í heimsókn á heilsugæslustöðina á Kirkjubæjarklaustri.  Ráðherra mætti ásamt félögum sínum í Vinstri grænum, en þau voru á ferð um landið í kjördæmavikunni.  Erindi þingflokksins var að kynna sér fjarheilbrigðisþjónustu og heilsugæslu í litlu dreifbýli.  þetta var góð heimsókn og fjallað var um málefnin vítt og breytt í góðu spjalli og mikil ánægja starfsfólks heilsugæslunnar með innlitið og eru ráðherra og félögum kunnar bestu þakkir fyrir.

Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, Steinunn Þóra Árnadóttir, þingkona VG, Sigrún Birna Steinarsdóttir, varaformaður UVG, Anna Lísa Björnsdóttir, samskiptastjóri VG og Auðbjörg Bjarnadóttir hjúkrunarstjóri.