Heilbrigðisráðherra fundaði með starfsmönnum HSu

Heilbrigðisráðherra, Álfheiður Ingadóttir, kynnti hugmyndir um endurskipulagningu sjúkrahúsþjónustu á Suðvesturhorninu á starfsmannafundi HSu á Selfossi 16. desember sl. Verkið var unnið af hópi manna á vegum heilbrigðisráðuneytisins. Margt í niðurstöðum vinnuhópsins bendir til talsverðrar fjárhagslegrar hagkvæmni með tilflutningi verkefna milli sjúkrahúsanna á Suðvesturhorninu. Starfshópurinn gerir engar tillögur í sjálfu sér enda er skýrslan aðeins greining á kostnaði og ábata sem ná mætti með tilfærslu verkefna miðað við tilteknar gefnar forsendur. Ráðherra leggur áherslu á að horfa þurfi til fleiri þátta en þess fjárhagslega, það þurfi að horfa til sjúklinganna, þæginda og velferðar þeirra.  Skýrslu vinnuhópsins má nálgast á vef heilbrigðisráðuneytisins.