Heilbrigðisráðherra boðar til lýðheilsuþings

Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra boðar til heilbrigðisþings 2022 sem að þessu sinni verður helgað lýðheilsu. Þingið verður haldið 10. nóvember á hótel Hilton Reykjavík Nordica. Þingið er öllum opið en fulltrúar heilbrigðisstofnana, fræðasamfélagsins, sveitarfélaga, skólanna, íþróttahreyfingarinnar og annarra félagasamtaka sem láta sig málið varða eru sérstaklega hvattir til þátttöku.

Sjá nánar á stjornarradid.is

 

Skráning þátttöku á þinginu fer fram hér: skrá þátttöku sína á rafrænu skráningarformi.

Upplýsingasíða þingsins er á slóðinni www.heilbrigdisthing.is og á facebooksíðu heilbriðisþings