Hátíðarkvöldverður á Ljósheimum og Fossheimum

Heimilisfólk og starfsfólk á hjúkrunardeildunum Fossheimum og Ljósheimum, brutu upp hversdagsleikann og gerðu sér glaðan dag og efndu til hátíðarkvöldverðar, þar sem aðstandendum heimilisfólks var boðið að vera með.  Á Ljósheimum var kvöldverðurinn þann 23. mars sl., en á Fossheimum 12. apríl.  Boðið var uppá dýrindis veisludinner ásamt tilheyrandi og sáu starfsmenn eldhús HSu um að töfra hann fram.  Einnig var boðið uppá skemmtiatriði og undir matnum spiluð dinnertónlist.  Allir voru uppáklæddir í sínu fínasta pússi og allt gert til að gera þetta sem hátíðlegast. Vinafélag Foss- og Ljósheima styrkti kvöldverðinn með fjárframlagi, ásamt fyrirtækjum sem gáfu blóm og skreytingar.  Starfsfólk deildanna gaf vinnu sína til að þetta gæti orðið að veruleika og hlaut að launum ómælt þakklæti heimilismanna, sem var afar ánægt með þetta frábæra og velheppnaða framtak.