Hátíðarkvöldverður á hjúkrunarheimilinu Fossheimum

Starfsfólkið sem gaf vinnu sína þetta kvöld.

Starfsfólkið sem gaf vinnu sína þetta kvöld.

Þann 24. apríl síðastliðinn var haldinn hátíðarkvöldverður á hjúkrunarheimilinu Fossheimum  fyrir heimilismenn og aðstandendur þeirra.  Þetta var í annað sinn sem hversdagsleikinn er brotinn upp með þessum hætti og svona hátíðarkvöldverður  haldinn, öllum til mikillar gleði og ánægju.

Boðið var uppá dýrindis kvöldmáltíð og Sigurður Torfi Guðmundsson einsöngvari  sá um að skemmta gestunum.  Starfsfólk deildanna gaf vinnu sína við þetta tækifæri og fær það ómældar þakkir fyrir.

Hátíðarkvöldverðurinn var styrktur af Vinafélagi Fossheima og Ljósheima og Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Verslunin Nettó gaf gos og konfekt og Gróðurstöðin Laugaland á Flúðum gaf rósir.  Allir voru sammála um að hátíðarkvöldverðurinn hefði heppnast einstaklega vel og allir notið kvöldsins.

Í ár eiga Fossheimar fimm ára  afmæli, en heimilið var opnað þann 28. apríl 2008.