Hátíðarkvöldverður á Fossheimum

b9

Starfsfólk Fossheima

Hinn árlegi hátíðarkvöldverður var haldinn á Fossheimum síðasta vetrardag þann 23. apríl sl.

Boðið var uppá dýrindis kvöldverð að hætti Gunnars kokks á Hsu og voru allir í sínu fínasta pússi og skemmtu sér konunglega. Hörpukórinn kom og skemmti heimilisfólki og gestum þeirra.

Kvöldið tókst frábærlega og viljum við þakka styrktaraðilum fyrir þeirra framlag, en það voru, Vinafélag Fossheima og Ljósheima, Nettó Selfossi, Menam og Gróðrastöðin Land og synir á Flúðum.  Einnig viljum við þakka starfsfólki Fossheima fyrir frábært starf.

 

b6