Hálskirtlataka

Eftirfarandi eru upplýsingar sem við vonumst til að komi þér að gagni og geri þér dvölina auðveldari. Skrifaðu hjá þér þær spurningar sem upp koma við lestur bæklingsins, svo þær gleymist ekki.

Framkvæmd aðgerðar:


Rannsóknir og skoðanir:
1. Viðtal við hjúkrunarfræðing
2. Viðtal við svæfingarlækni


Undirbúningur fyrir aðgerð
Þú mætir á legudeildina á II. hæð HSS að morgni aðgerðardags
1. Æskilegt er að fara í sturtu/bað kvöldið fyrir aðgerð
2. FASTA á allan mat og drykk frá miðnætti fyrir aðgerðardag
3. Mæting á deild á aðgerðardegi samkvæmt umtali
4. Fyrir aðgerð er gefið róandi lyf, sprauta, stíll eða tafla


Hvað þarf að hafa meðferðis:


1. Náttslopp og innskó
2. Tannbursta, tannkrem og snyrtidót
3. Lista yfir öll lyf, sem þú tekur eða hefir tekið s.l. 2 vikur
Hverju má búast við eftir aðgerð:


Vökvi sem rennur eftir lítilli plastnál í hendinni, er gefinn fyrstu klst. eftir aðgerð. Mikilvægt er að drekka vel t.d. ísvatn, frostpinna, eplasafa Verkir í hálsi, sem leiða út í eyru eru algengir. Erfitt er að kyngja, verkjalyf eru gefin eftir þörfum.
Hiti allt að 38°C er ekki óalgengur eftir aðgerð.


Ráðleggingar við útskrift:


Verkir og verkjalyf: Verkir í hálsi, sem geta leitt út í eyru vara allt að 7-10 dögum eftir aðgerð.Við útskrift færðu lyfseðil á verkjalyf. Gott getur verið að taka verkjalyf ½ klst. fyrir máltíð og fyrir nóttina. Varast skal að taka magnyl eða skyld lyf (asperín, kodi-magnyl) meðan hálsinn er að gróa, vegna blæðingar-hættu
Mataræði: Mikilvægt er að drekka vel. Óhætt er að borða allan mjúkan mat t.d. físk, kjötbollur, egg, mjólkurmat, grauta, súpur o.s.frv. Gæta verður að matur og drykkur sé í mesta lagi volgur.        Forðast skal allan harðan mat s.s. kornflögur, hrökkbrauð, tvíbökur, o.s.frv.
Munnhirða: Mikilvægt er að hreinsa vel munn til að forðast sýkingu í hálsi, bursta tennur 2svar sinnum á dag, skola vel munn og kyngja vatnssopa eftir hverja máltíð. Varast ber að ræskja sig harkalega.
Hiti: Hiti allt að 38°C nokkra daga eftir aðgerð, er ekki óalgengur.


Heimferð:


Eftirblæðingar eru sjaldgæfar en geta komið fyrir, oftast sama dag og aðgerð er gerð.
Svokölluð sein eftirblæðing getur komið 1-2 vikum eftir aðgerð, þegar skánir losna úr sárabeðum.
Hafið þá strax samband við vakthafandi heilsugæslulækni eða Heilbrigðisstofnun.
Haldið kyrru fyrir í 7-10 daga    eftir aðgerð eða samkvæmt fyrirmælum læknis.
Skiljið börn ekki ein eftir heima.
Forðast ber alla áreynslu s.s. rembing, lyfta þungum hlutum, líkamsrækt o.s.frv. í 2 vikur eftir aðgerð.
Einnig ber að forðast mikinn hita t.d. sólböð, gufuböð eða heit böð vegna blæðingarhættu.


Hafið samband við lækni eða Heilbrigðisstofnunina Selfossi, komi einhver eftirtalin atriði upp:
Ef vart verður við blæðingu.
Meiri hiti en 38°C sem varir lengur en 3 daga
Miklir verkir og slappleiki
Síminn er 480 5100


Þessar upplýsingar eru engan veginn tæmandi. Það geta orðið ýmis óhjákvæmileg frávik. Hikaðu ekki við að biðja okkur um nánari upplýsingar.


Með kveðju
Starfsfólk lyf-og handlæknissviðs HSu